Lífeyrissjóðir, smá- og meðalstór fyrirtæki

Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar hefur skilað jákvæðu áliti um lagafrumvarp sem gerir lífeyrissjóðum heimilt að fjárfesta á markaðstorgi fjármálagerninga (MTF) en hér á landi er slíkt markaðstorg rekið undir merkinu First North.

Nefndin gerði þá breytingu á frumvarpinu að heimildin takmarkaðist við 5% af hreinni eign lífeyrissjóðs. Lífeyrissjóðir hafa til þessa haft heimild til að fjárfesta 20% af hreinni eign í verðbréfum óskráðra fyrirtækja en hún breytist ekki við þetta.  Lesa áfram „Lífeyrissjóðir, smá- og meðalstór fyrirtæki“

Ætti að selja Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins til lífeyrissjóða?

NýsköpunarssjóðurNýsköpunarsjóður atvinnulífsins er í eigu ríkisins. Hlutverk hans er að stuðla að uppbyggingu og vexti íslensks atvinnulífs með því að taka þátt í fjárfestingum í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum. Sjóðurinn hefur frá stofnun komið að fjármögnun fjölmargra efnilegra fyrirtækja og þannig verið í lykilhlutverki í eflingu nýsköpunar á Íslandi. Nú eru 34 fyrirtæki og 3 sjóðir í eignasafni sjóðsins.  Lesa áfram „Ætti að selja Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins til lífeyrissjóða?“

Eins og staðan er núna þurfum við nýja hugsun, út fyrir rammann.

Flugmiðar, makríll og pólitík

Frosti Sigurjónsson hefur vakið athygli fyrir fjölbreytta hluti undanfarin ár, allt frá stofnun flugmiðavefsins Dohop til sölu og kynningar á makríl. Á sama tíma hefur hann haft virk afskipti af samfélagsmálum, fyrst í baráttu gegn IceSave og nú síðast með því að bjóða sig fram fyrir Framsóknarflokkinn í Alþingiskosningum árið 2013.


Frumkvöðlar laga og stilla

„Ég er þannig gerður að ef ég heyri falskan tón reyni ég sjálfkrafa að stilla hann – ég einfaldlega verð að stíga fram til að gera eitthvað í málunum. Allar mínar hugmyndir hafa orðið þannig til, líka Dohop, þar sem ég rak mig á að í flóknu umhverfi flugfargjalda vantaði einfaldleika og víðtæka þjónustu. Þess vegna fór ég af stað – til að laga þá skekkju.“ Lesa áfram „Eins og staðan er núna þurfum við nýja hugsun, út fyrir rammann.“

óRáðstefnur

Hefðbundnar ráðstefnur ganga jafnan þannig fyrir sig að fjöldinn allur mætir til að hlusta á fáeina sérfræðinga miðla af visku sinni um tilegin málefni. Það er gott, en einhver bandaríkjamaður fór samt að velta því fyrir sér allri þeirri þekkingu sem ráðstefnugestir hefðu að miðla hver öðrum.

óRáðstefna (e. unConference) gengur einmitt út á að stefna saman fólki til að ræða málin sín á milli, en hefðbundnum fyrirlestrum er gefið frí. Reyndar er einn stuttur fyrirlestur í byrjun þar sem leikreglur óRáðstefnu eru útskýrðar. Lesa áfram „óRáðstefnur“

Fjármögnun á netinu

Á þessu ári voru samþykkt lög í Bandaríkjamenn sem auðvelda aðgengi sprota- og smáfyrirtækja að fjármagni. Lögin ganga undir nafninu “Jumpstart Our Business Startups act” eða JOBS lögin.
Frá árinu 1933 hefur almenna reglan verið sú að hlutafélög mega ekki bjóða almenningi hlutabréf til kaups, nema þau séu skráð, sem er bæði dýrt og tímafrekt.
Með JOBS lögunum varð til undanþága sem vaxtarfyrirtæki geta nýtt til að afla fjármagns með sölu hlutafjár á internetinu, án þess að skylda stofnist til skráningar á markað. Undanþágunni er lýst í III. kafla JOBS laganna en hann fjallar um hópfjármögnun (e. Crowdfunding).  Lesa áfram „Fjármögnun á netinu“

Frumvarp um (lítinn) stuðning við nýsköpunarfyrirtæki

Ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp til laga sem ætlað er að efla nýsköpun í landinu. Samkvæmt því munu nýsköpunarfyrirtæki fá skattfrádrátt vegna kostnaðar við nýsköpunarverkefni og þeir sem fjárfesta í nýsköpunarfyrirtækjum geta fengið skattafslátt. Því miður gengur frumvarpið svo skammt að ólíklegt má telja að það hafi teljandi áhrif á nýsköpun í landinu þótt það verði að lögum.

Það ber þó að taka viljann fyrir verkið og enn er von til þess að bætt verði úr ágöllum enda þarf ekki að breyta miklu til að lögin skili tilætluðum árangri, störfum fjölgi og tekjur ríkissjóðs aukist. Lesa áfram „Frumvarp um (lítinn) stuðning við nýsköpunarfyrirtæki“

Hugmyndir skapa störf

Erindi flutt af Frosta á fundi Félags Atvinnurekenda í Iðnó 6. október 2010

Nýsköpun í atvinnurekstri hefur verið áhugamál hjá mér í meira en 30 ár. Á þessum tíma hafa verið tímabil þar sem nýsköpun hefur verið mikil, en ég þori að fullyrða að gróska á þessu sviði hefur aldrei verið meiri en einmitt núna.

Einmitt núna, þegar landið er statt á botni djúprar efnahagslægðar vekur þessi mikla gróska í nýsköpun von um betri tíð sé framundan. Kannski er mögulegt að á komandi misserum muni efnahagur landsins rétta úr kútnum, ný fyrirtæki blómstra og atvinnuleysið hverfa. Lesa áfram „Hugmyndir skapa störf“