Stjórnvöld taki sér tak

Á ráðstefnu hjá Arion banka um framtíð krónunnar voru flestir frummælendur á því að slæm króna væri afleiðing af slæmri stjórn efnahags- og peningamála. Fjórir þingmenn, þar af tveir ráðherrar sem báðir heita Katrín voru í pallborði og hvöttu þjóðina og sjálfa sig til að taka sér tak í óráðssíuni. Það væri eina vitið.

Það lofaði sannarlega góðu að ráðherrar ætluðu að taka sér tak. En svo komu kvöldfréttirnar. Lesa áfram „Stjórnvöld taki sér tak“

Ráðherra grefur undan gjaldmiðlinum

Katrín Júlíusdóttir tók við lyklunum að Fjármálaráðuneytinu í dag. Hún lét það verða sitt fyrsta verk að grafa undan trausti á gjaldmiðli þjóðarinnar í viðtali við Bloomberg fréttastofuna.

Bloomberg birti í dag frétt um ráðherraskiptin undir fyrirsögninni „Iceland sees end of krona days as joining euro only option“. Í fréttinni er víða vitnað orðrétt í fjármálaráðherrann. Afstöðu hennar má túlka þannig að krónan sé slæmur gjaldmiðill og lítil von um úrbætur, evran sé eina lausnin en hún standi ekki til boða í bráð. Lesa áfram „Ráðherra grefur undan gjaldmiðlinum“

Vill halda í krónuna en bylta stefnunni í peningamálum

Frétt á visir.is undir viðskipti 17. maí 2012.

  • Frosti Sigurjónsson segir að bankarnir geti í raun búið til nýjar krónur inn í kerfið með því að lána peninga.
  • Frosti Sigurjónsson

Frosti Sigurjónsson, rekstarhagfræðingur, segir að það þjóni hagsmunum Íslands best að vera áfram með krónuna, en gjörbylta hagstjórn með því að takmarka vald bankanna til útlána á svokölluðum rafkrónum. Peningvaldið hafi í raun verið fært frá ríkinu til bankanna og þessu þurfi að snúa við.

Frosti lýsti þessum viðhorfum í Klinkinu nýlega. Hann vill að hér verði innleidd önnur stefna í peningamálum byggð á kenningum bandaríska hagfræðingsins Irving Fisher, Lesa áfram „Vill halda í krónuna en bylta stefnunni í peningamálum“