Millifærslur í Kanadadölum

cadKanadadollar er sameiginlegur gjaldmiðill 35 milljón Kanadabúa. Kanada samanstendur af tíu fylkjum og þremur sjálfstjórnarsvæðum.

Alberta er tekjuhæsta fylkið enda er það með mjög öflugan iðnað og er næst stærsti útflytjandi á jarðgasi í heiminum. Þjóðartekjur á mann í Alberta eru 71 þúsund CAD. Íbúar fylkisins Prince Edward Island stunda hinsvegar landbúnað og útgerð. Þar eru tekjur á íbúa helmingi lægri en í Alberta, aðeins 35 þúsund CAD.

Hvernig geta svo ólík svæði búið við sama gjaldmiðil? Lesa áfram „Millifærslur í Kanadadölum“