Hrímið af bílrúðunni

Í haust frétti ég af því húsráði að skola mætti hrímið af bílrúðunni með volgu vatni. Það hefur reynst mjög vel og flýtt talsvert fyrir.  Best er að nota nóg af volgu vatni. Ef maður notar of lítið vatn, er hættara við að vatnið frjósi aftur á rúðunni áður en rúðuþurrkurnar ná því af.

Þetta myndband tekið í morgun til að sýna hvernig þetta virkar. Ég setti myndbandið á Facebook svo fleiri gætu nýtt sér þetta ráð. Nú er myndbandið komið líka á Youtube svo iPad notendur geta líka skoðað það.