Eins og staðan er núna þurfum við nýja hugsun, út fyrir rammann.

Flugmiðar, makríll og pólitík

Frosti Sigurjónsson hefur vakið athygli fyrir fjölbreytta hluti undanfarin ár, allt frá stofnun flugmiðavefsins Dohop til sölu og kynningar á makríl. Á sama tíma hefur hann haft virk afskipti af samfélagsmálum, fyrst í baráttu gegn IceSave og nú síðast með því að bjóða sig fram fyrir Framsóknarflokkinn í Alþingiskosningum árið 2013.


Frumkvöðlar laga og stilla

„Ég er þannig gerður að ef ég heyri falskan tón reyni ég sjálfkrafa að stilla hann – ég einfaldlega verð að stíga fram til að gera eitthvað í málunum. Allar mínar hugmyndir hafa orðið þannig til, líka Dohop, þar sem ég rak mig á að í flóknu umhverfi flugfargjalda vantaði einfaldleika og víðtæka þjónustu. Þess vegna fór ég af stað – til að laga þá skekkju.“ Lesa áfram „Eins og staðan er núna þurfum við nýja hugsun, út fyrir rammann.“