Hlutleysi Ríkisútvarpsins

ruvlogoÍ lögum um Ríkisútvarpið ohf er á þremur stöðum kveðið á um skyldu til óhlutdrægni og fyllstu hlutlægni í allri umfjöllun og fréttaflutningi. Þjóðin þarf að geta treyst því að RÚV fari að lögum og sé í raun hlutlaus fjölmiðill. Það hefur sjaldan verið mikilvægara en nú að RÚV bregðist ekki trausti þjóðarinnar í þessu enda er þjóðin klofin í afstöðu sinni til stórmála eins og ESB og ICESAVE. RÚV má alls ekki taka afstöðu í þessum hitamálum.

Þær raddir verða nú háværari að umfjöllun RÚV um ESB og ICESAVE uppfylli ekki ákvæði útvarpslaga um óhlutdrægni. Hlutdrægni getur leynst víða t.d. í vali á fréttum, vali á viðmælendum, gildishlöðnum spurningum, tónlist, myndefni ofl. Lesa áfram „Hlutleysi Ríkisútvarpsins“

ESB og hagsmunir atvinnulífsins

eustarsatseaSú skoðun hefur komið fram hjá einhverjum atvinnurekendum að það verði auðveldara að ná árangri í rekstri Íslenskra fyrirtækja ef Ísland gerist aðili að ESB og hér verði tekin upp evra í framhaldinu. Þá munum við losna við þann óstöðugleika sem einkennt hefur krónuna og aðgangur að erlendu lánsfé batni. Sumir virðast jafnvel trúa því að aðildarumsókn ein og sér muni efla tiltrú erlendra fjárfesta, styrkja gengi krónu og bæta aðgang að erlendu lánsfé. Lesa áfram „ESB og hagsmunir atvinnulífsins“

Sífellt fleiri vilja minna ESB

CBR517skoðanakönnun, unnin af Gallup fyrir Heimssýn, leiðir í ljós að ríkisstjórn Íslands er á miklum villugötum í sínum áherslum. Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar eða 95% telur frekar eða mjög aðkallandi að leysa fjárhagsvanda íslenskra heimila og 91,5% telja að ríkisstjórnin eigi að leggja áherslu á að sinna vanda fyrirtækja.

Ríkisstjórninni gengur illa að vinna í þessum brýnu verkefnum en leggur því meiri orku í að hefja samningaviðræður við ESB. Meirihluti aðspurðra eða 44,3% telur hins vegar að ríkisstjórnin eigi að leggja frekar litla eða mjög litla áherslu á aðildarviðræður við Evrópusambandið.

Íslensk stjórnvöld eru samt ekki þau einu sem eru algerlega úr takti við kjósendur sína í evrópumálum. Nýleg skoðanakönnun unnin fyrir The Economist í Bretlandi (sjá súlurit) sýnir að stuðningur við ESB hefur aldrei verið minni og meirihluti þjóðarinnar vill ganga úr ESB eða taka upp fríverslunarsamning við ESB.

 

 

Kljúfa þjóðina strax!

BjorgvinGGislasonÞjóðin er og verður klofin í þessu hitamáli. Björgvin telur ásættanlegt að kljúfa þjóðina einmitt þegar hún þarf að vinna saman að lausn erfiðra vandamála.

Það eru skynsamir menn í báðum fylkingum. Ástæðan fyrir því að þetta skynsama fólk kemst að svo ólíkri niðurstöðu er að það er næg óvissa um framtíð mála á Íslandi og í Evrópu. Við það bætast svo tilfinningar og innsæi sem er ólíkt.

Við höfum ekki efni eða tíma til að ná sátt um ESB málið. Á að neyða helming þjóðarinnar í ESB? Það verður ekki gæfulegt.

mbl.is Evrópustefnan verði á hreinu