Svar komið frá Fjármálaeftirliti vegna Dróma

Eins og fram kom í fyrri pistli sendi Efnahags- og viðskiptanefnd skriflega fyrirspurn til Fjármálaeftirlits  hvort hugsanlegt sé að Drómi brjóti lög. Í svarbréfi Fjármálaeftirlitsins stendur meðal annars þetta:

„Fjármálaeftirlitið vinnur nú að sérstakri athugun sem snýr m.a. að viðskiptaháttum Dróma hf. Í tengslum við þá athugun hefur Fjármálaeftirlitið óskað eftir frekari upplýsingum frá stærstu lánastofnunum til að unnt sé að leggja mat á þá almennu framkvæmd við endurútreikning lána samkvæmt lögum nr. 151/2010 sem tíðkast hjá fjármálafyrirtækjum með gilt starfsleyfi.“

Af bréfinu að dæma er Fjármálaeftirlitið að afla upplýsinga um málið og hefur ekki nægar upplýsingar á þessu stigi til að svara spurningu Efnahags- og viðskipanefndar um það hvort Drómi hf hafi hugsanlega brotið lög.