Sigur Íslands í Icesave málinu

10astaedur-nei
Í dag hafnaði EFTA dómstóllinn öllum ákærum ESA á hendur Íslandi í Icesave málinu. Auk þess var ESA og ESB, sem gerðist meðákærandi, dæmd til að greiða málskostnað Íslands af málinu. Sigur Íslands í þessu mikilvæga dómsmáli tíma hefði vart getað verið sætari.

Á þessu augnabliki er efst í huga þakklæti til þeirra fjölmörgu sjálfboðaliða sem lögðu ómældan tíma og vinnu í baráttu gegn óréttlátum Icesave samningum.

Ég vil þakka öllum sem tóku þátt í að gera sigurinn mögulegan, ekki síst þingmönnum sem færðu rök gegn Icesave samningunum, InDefence sem börðust gegn Icesave I og II, kjosum.is sem söfnuðu áskorunum, Forsetanum sem vísaði ákvörðuninni til þjóðaratkvæðis, og líka þakka öllum þeim sem tóku þátt og styrktu Advice hópinn í baráttunni gegn Icesave III, og svo kjósendum fyrir að fella samningana í þjóðaratkvæðagreiðslunni 9. apríl 2011.