Er Íslendingum treystandi fyrir beinu lýðræði?

Stundum heyrast þau sjónarmið að það sé mjög varasamt að fela íslenskum kjósendum málskots- og frumkvæðisrétt. Þeir myndi þá bara hafna lögum um aukna skatta og heimta á sama tíma lög um aukna þjónustu og vera almennt óábyrgir í ákvörðunum. Ríkið færi fjótlega á hausinn.

Þessu til stuðnigs er vísað til Kaliforníu sem býr við einhverskonar beint lýðræði og rambar á barmi gjaldþrots. Ef vísað er til góðrar reynslu Svisslendinga af beinu lýðræði þá er hún skýrð í burtu með því að sú þjóð hafi meiri lýðræðisþroska en aðrar þjóðir. Íslendingar séu hinsvegar mjög vanþroska og vísir til að klúðra þessu eins og öllu öðru. Lesa áfram „Er Íslendingum treystandi fyrir beinu lýðræði?“

Ekki ein niðurstaða um þjóðkirkju

Í samantekt stjórnlaganefndar um niðurstöður þjóðfundar kemur meðal annars þetta fram:

„Efla skal ímynd Íslands, stuðla að fjölmenningu og aðskilnaði ríkis og trúfélaga.“

Hugsanlega hefur þessi samantekt verið gerð í einhverjum flýti því þegar gögnin sjálf eru skoðuð þá kemur einmitt fram að skoðanir hafi verið nokkuð skiptar um hvort gera eigi breytingu á stöðu þjóðkirkjunnar. Lesa áfram „Ekki ein niðurstaða um þjóðkirkju“

Hugmyndir skapa störf

Erindi flutt af Frosta á fundi Félags Atvinnurekenda í Iðnó 6. október 2010

Nýsköpun í atvinnurekstri hefur verið áhugamál hjá mér í meira en 30 ár. Á þessum tíma hafa verið tímabil þar sem nýsköpun hefur verið mikil, en ég þori að fullyrða að gróska á þessu sviði hefur aldrei verið meiri en einmitt núna.

Einmitt núna, þegar landið er statt á botni djúprar efnahagslægðar vekur þessi mikla gróska í nýsköpun von um betri tíð sé framundan. Kannski er mögulegt að á komandi misserum muni efnahagur landsins rétta úr kútnum, ný fyrirtæki blómstra og atvinnuleysið hverfa. Lesa áfram „Hugmyndir skapa störf“

Hvenær fáum við skoða reglur ESB klúbbsins á íslensku?

picture_39.png Nú er rúmt ár síðan Össur afhenti stækkunarstjóra ESB umsókn (Samfylkingarinnar) í Evrópusambandið. Hvað sem samningum og undanþágum líður þá snýst þetta mál fyrst og fremst um aðild Íslands að ESB.  Ef við eigum að móta okkur upplýsta afstöðu til aðildar þá þurfum við að skilja reglurnar eins og þær eru – en hvenær fáum við að sjá þær?

Lissabon sáttmálinn: Stórminnkuð áhrif smáríkja

picture_38.png Því hefur verið haldið á lofti sem kosti að smáríki hafi hlutfallslega meiri áhrif innan ESB en ef eingöngu væri miðað við íbúafjölda. Þegar Lissabon sáttmálinn, hin nýja stjórnarskrá Evrópusambandsins, tók gildi 1. desember árið 2009 varð ljóst að áhrif fámennari aðildarríkja Evrópusambandsins myndu skerðast verulega.

Neitunarvald fellt niður á fjölmörgum sviðum
Neitunarvald er eitt sterkasta tækið sem smáþjóð getur beitt til að fá sitt fram eða standa gegn ákvörðunum sem varða hagsmuni þess. Tilvist neitunarvalds knýr aðila til að komast að samkomulagi. Með gildistöku Lissabon sáttmálans féll neitunarvald niður á 68 sviðum. Lesa áfram „Lissabon sáttmálinn: Stórminnkuð áhrif smáríkja“

Verður lýðræði í pakkanum?

José Barroso Þrátt fyrir að ESB sé samband lýðræðisríkja má sambandið þola vaxandi gagnrýni fyrir að vera sjálft ekki nógu lýðræðislegt. Talað er um að sambandið þjáist af verulegum lýðræðishalla og almennir kjósendur hafi sáralítil áhrif á stefnu þess.

Kjarni lýðræðisins er sá að kjósendur hafi síðasta orðið um stjórnun og lög ríkisins. Kjósendur taki þátt í kosningum, kjósi nýjan meirihluta sem myndar nýja ríkisstjórn og semur ný lög. Þennan kjarna lýðræðisins virðist vanta í stjórnun og lagasetningu Evrópusambandsins. Lesa áfram „Verður lýðræði í pakkanum?“

Gerum kavíar úr laxahrognum

Laxalúxus Það er mikil sóun að henda hrognum úr nýveiddum laxi en það gera samt flestir sem ég þekki. Það er eins og menn átti sig ekki á því hvaða verðmæti þeir hafa í höndunum. Kavíar úr villtum laxi er alger lúxus og selst á 7.500 kr. kílóið.

Þegar líður á seinni hluta veiðitímabilsins eru hrognin farin að stækka og þá er um að gera að nýta þau í kavíar.

Lesa áfram „Gerum kavíar úr laxahrognum“

Fljótasta og ódýrasta leiðin á áfangastað

Lausn Flugsamgöngukerfi heimsins er flókið og stórt og erfitt að finna bestu kaupin. Frosti Sigurjónsson ákvað að gera bót þar á með Dohop.

Flugsamgöngukerfi heimsins er flókið og stórt og erfitt að finna bestu kaupin. Frosti Sigurjónsson ákvað að gera bót þar á með Dohop.
Viðtal í Morgunblaðinu
Hugmyndin kviknaði þegar Frosti Sigurjónsson bjó og starfaði í Suður-Frakklandi. „Ég var mikið á ferðinni milli staða og þurfti yfirleitt í hverjum mánuði að fara til Íslands. Lággjaldaflugfélögin voru þá nýlega farin af stað og munaði tugum þúsunda að fara þessa leið með flugfélögum eins og Easyjet, Ryanair og Iceland Express frekar en til dæmis Lufthansa eða Icelandair. En þar sem ekki var hægt að fljúga alla leið með einu flugfélagi var vandinn sá að finna réttar tengingar því lággjaldafélögin voru ekki tengd öðrum flugfélögum í leitarvélum sínum,“ útskýrir Frosti sem hugsaði sem svo að fleiri hlytu að vera í sömu stöðu og hann, og spennandi viðskiptatækifæri falið í því að gera leitina auðveldari.  Lesa áfram „Fljótasta og ódýrasta leiðin á áfangastað“

Lýðræði er tækifæri

Sagt er að öll vandamál feli í sér tækifæri

Þau vandamál sem þjóðin glímir við um þessar mundir eru ekki bara í stærra laginu, þau eru risavaxin. En þeim fylgja líka margvísleg tækifæri. Við þurfum bara að vera með augun opin til sjá þau og hafa kjark til að grípa þau.

Þótt fæstir hafi séð hrunið fyrir, virðast flestir skilja svona eftirá séð hvað fór úrskeiðis, hver mistökin voru og hvernig hefði mátt afstýra því öllu: Bankarnir fengu að vaxa allt of mikið, eftirliti með fjármálafyrirtækjum var ábótavant, regluverkið gallað og svo framvegis og svo framvegis. Lesa áfram „Lýðræði er tækifæri“

Ríkisstjórnin er gagnslaus og á að víkja

Pistill birtist 18. október 2009 á AMX Fréttamiðstöð: http://www.amx.is/pistlar/10590/

Ríkisstjórn Íslands hefur klúðrað þessu Icesave máli fullkomlega og á að víkja. Ef hún þráast við að horfast í augu við þann kost er það skylda hvers þingmanns að fella tillögurnar.

Það þarf nýja ríkisstjórn til að leysa úr deilunni við Breta og Hollendinga. Það ætti að vera hægt enda eru engin lög sem segja að Íslendingar eigi einir að bæta tjón af falli einkabanka sem starfar samkvæmt Evrópskum lögum. Ríkisstjórn Jóhönnu lét aldrei reyna á rétt okkar af ótta við að spilla fyrir umsókn Íslands í ESB. Lesa áfram „Ríkisstjórnin er gagnslaus og á að víkja“