Stýritæki seðlabankans hefur kostað 28 milljarða frá hruni

Screen Shot 2013-05-03 at 12.41.27 PMPeningaþenslan er komin af stað, aftur. Bankar hafa aukið laust fé í umferð um 10% á aðeins hálfu ári. Þessi þróun er áhyggjuefni og kallar á skjót viðbrögð. Í aðdraganda hrunsins óx peningamagn hratt, þrátt fyrir háa stýrivexti. Peningastefna Seðlabankans, sem á þeim tíma byggði á stýrivaxtatækinu, kom hvorki í veg fyrir gengdarlausa peningaþenslu bankanna, né það hrun er af henni leiddi. Hvað getum við lært af þeirri reynslu? Lesa áfram „Stýritæki seðlabankans hefur kostað 28 milljarða frá hruni“

Njóta stóru bankarnir þrír ríkisábyrgðar í reynd?

Landsbankinn, Arionbanki og Íslandsbanki eru taldir of stórir til að falla. Það þýðir að ef einhver þessara þriggja banka yrði gjaldþrota, þá myndi ríkissjóður koma til bjargar og lýsa yfir ríkisábyrgð á innstæðum.

Það má segja að á innstæðum í þessum þrem stærstu bönkum verði ekki komist hjá ríkisábyrgð. Eðlilegt væri því að þessir bankar greiddu ríkisábyrgðargjald í ríkissjóð í samræmi við lög um ríkisábyrgðir. Slíkt gjald myndi skila nokkrum milljörðum í ríkissjóð og jafna aðstöðu á bankamarkaði. Lesa áfram „Njóta stóru bankarnir þrír ríkisábyrgðar í reynd?“

Skuldir heimila geta lækkað um 1-2% með því að tilgreina álag vegna greiðslukorta

visamasterVerðtryggðar skuldir heimilanna voru ríflega1.400 milljarðar í mars á þessu ári. Miðað við það myndi lækkun neysluvísitölu, þótt ekki væri nema um eitt prósent lækka skuldir heimila um heila 14 milljarða. Það er einmitt hugsanlegt að hægt sé að ná fram slíkri lækkun einfaldlega með því að kaupmenn breyti venjum sínum og hætti að innifela álag vegna kortaviðskipta í almennu söluverði.

Lesa áfram „Skuldir heimila geta lækkað um 1-2% með því að tilgreina álag vegna greiðslukorta“

Stóra hagsmunamálið

Printing-press-cartoonÉg velti því fyrir mér hvort almenningur myndi sætta sig við það að einkabönkum væri leyft að búa til peningaseðla að vild. Líklega myndu fáir sætta sig við það.  Samt er bönkum leyft að búa til innstæður að vild, innstæður sem við notum í staðinn fyrir peningaseðla. Afleiðingar af þessu fyrirkomulagi eru býsna alvarlegar: óstöðugt peningakerfi, viðvarandi verðbólga, þyngri vaxtabyrði allra í þjóðfélaginu og skuldir ríkissjóðs eru hundruðum milljarða hærri en annars væri. Myndi almenningur ekki krefjast umbóta ef hann vissi hvernig þessu er háttað? Lesa áfram „Stóra hagsmunamálið“

Er Bitcoin valkostur sem gjaldmiðill?

BitcoinNýlega fleytti góður maður þeirri hugmynd að íslensk stjórnvöld ættu að skipta út krónunni og taka í staðinn upp rafeyrinn Bitcoin.

Hvað er Bitcoin?

Bitcoin er dulkóðaður rafeyrir sem byggir á opnum hugbúnaði og staðli. Bitcoin eru ekki sett í umferð af miðlægum seðlabanka eins og hefðbundnir gjaldmiðlar. Útgáfa á nýjum Bitcoin er einfaldlega í höndum þeirra sem vilja búa þau til, en til þess þarf gríðarlegt reikniafl. Heildarfjöldi Bitcoin er sagður takmarkast við 21 milljón bitcoin, en sá fjöldi gæti verið fundinn árið 2140. Hvert bitcoin skiptist í 100 milljón satoshi.

Er Bitcoin gjaldgeng mynt? 

Mjög fáar verslanir taka við greiðslum í Bitcoin enda myndi það krefjast sérstaks hugbúnaðar.  Hægt er að nota Bitcoin til að kaupa bjór á einhverjum ölstofum sem vilja laða til sín tölvunerði. Svo er líka hægt að kaupa föt á netinu en það hefur reynst erfitt að skipta stórum upphæðum milli Bitcoin og alvöru gjaldmiðla. Áhugamenn um Bitcoin binda vonir við að útbreiðsla og gjaldgengi muni vaxa með árunum, en það er harla lítið enn sem komið er.

Er Bitcoin stöðugt mynt?

Screen Shot 2013-07-09 at 6.21.02 PMÞað er trúlega erfitt að finna mikið óstöðugari mynt en Bitcoin. Sveiflurnar hafa numið hundruðum prósenta upp og niður undanfarna mánuði og virðast ráðast af spákaupmennsku. Meðfylgjandi línurit sýnir gengi Bitcoin gagnvart USD frá upphafi árs.

Hver hagnast á útgáfu Bitcoin?

Þeir sem geta fundið ný Bitcoin og sett þau í umferð geta hagnast á því. Sífellt erfiðara verður að finna ný Bitcoin. Það tók fjögur ár að finna fyrstu 11 milljón Bitcoinin en það er áætlað að það taki ríflega 100 ár að finna næstu 11 milljón Bitcoin.  Þeir sem komu fyrst inn í kerfið, eða fundu það upp hafa greinilega uppskorið ríflegt magn af auðfundnum Bitcoin. Þeir fyrstu geta þá hagnast gríðarlega þegar þeir selja. Ekki er vitað hverjir fundu upp Bitcoin kerfið. Af einhverjum ástæðum hafa þeir kosið að njóta nafnleyndar þannig að ekki er vitað með vissu hver hagnast mest á Bitcoin hugmyndinni.

Er upptaka Bitcoin brandari?

Í ljósi helstu staðreynda um Bitcoin hallast ég helst að því að sú hugmynd að Ísland taki upp Bitcoin í stað krónu sé ágætur brandari eða kannski bara ágæt ádeila. Krónu hafi verið svo illa stýrt í gegnum tíðina að betra væri að taka upp hið skelfilega Bitcoin, lítt gjaldgenga, landlausa og óstöðuga mynt sem háttvirtir senatorar í Bandaríkjunum telja vera  píramídasvindl.

Krónan hefur glímt við mikil vandamál og þau hafa ekki enn verið leyst, en fátt er svo vont að það geti ekki versnað til muna. Upptaka Bitcoin væri líklega ein leið til þess.

Gjaldmiðill gulli betri

sedlabankinnEitt mikilvægasta verkefni sem stjórnvöld geta annast fyrir landsmenn er að halda úti traustum gjaldmiðli. Sjálfstæður og vel rekinn gjaldmiðill sem tekur mið af þörfum hagkerfisins á hverjum tíma getur aukið hagvöxt og lífsgæði í landinu verulega umfram það sem mögulegt væri ef hér væri notuð erlend mynt.

Til mikils að vinna

Þótt hér hafi orðið bankahrun og krónan bæði ofrisið og hrunið þá má ekki missa móðinn. Allt of margir vilja bara gefast upp. Ísland er ekki eina þjóðin sem hefur fengið skell. Norðmenn og Svíar lentu í bankakreppum á níunda áratugnum en hafa þrátt fyrir það náð góðum árangri í kjölfarið. Það getum við einnig og það ætti að vera okkar staðfasta markmið. Lesa áfram „Gjaldmiðill gulli betri“