Hugmyndir skapa störf

Erindi flutt af Frosta á fundi Félags Atvinnurekenda í Iðnó 6. október 2010

Nýsköpun í atvinnurekstri hefur verið áhugamál hjá mér í meira en 30 ár. Á þessum tíma hafa verið tímabil þar sem nýsköpun hefur verið mikil, en ég þori að fullyrða að gróska á þessu sviði hefur aldrei verið meiri en einmitt núna.

Einmitt núna, þegar landið er statt á botni djúprar efnahagslægðar vekur þessi mikla gróska í nýsköpun von um betri tíð sé framundan. Kannski er mögulegt að á komandi misserum muni efnahagur landsins rétta úr kútnum, ný fyrirtæki blómstra og atvinnuleysið hverfa. Lesa áfram „Hugmyndir skapa störf“

Hvenær fáum við skoða reglur ESB klúbbsins á íslensku?

picture_39.png Nú er rúmt ár síðan Össur afhenti stækkunarstjóra ESB umsókn (Samfylkingarinnar) í Evrópusambandið. Hvað sem samningum og undanþágum líður þá snýst þetta mál fyrst og fremst um aðild Íslands að ESB.  Ef við eigum að móta okkur upplýsta afstöðu til aðildar þá þurfum við að skilja reglurnar eins og þær eru – en hvenær fáum við að sjá þær?

Lissabon sáttmálinn: Stórminnkuð áhrif smáríkja

picture_38.png Því hefur verið haldið á lofti sem kosti að smáríki hafi hlutfallslega meiri áhrif innan ESB en ef eingöngu væri miðað við íbúafjölda. Þegar Lissabon sáttmálinn, hin nýja stjórnarskrá Evrópusambandsins, tók gildi 1. desember árið 2009 varð ljóst að áhrif fámennari aðildarríkja Evrópusambandsins myndu skerðast verulega.

Neitunarvald fellt niður á fjölmörgum sviðum
Neitunarvald er eitt sterkasta tækið sem smáþjóð getur beitt til að fá sitt fram eða standa gegn ákvörðunum sem varða hagsmuni þess. Tilvist neitunarvalds knýr aðila til að komast að samkomulagi. Með gildistöku Lissabon sáttmálans féll neitunarvald niður á 68 sviðum. Lesa áfram „Lissabon sáttmálinn: Stórminnkuð áhrif smáríkja“

Verður lýðræði í pakkanum?

José Barroso Þrátt fyrir að ESB sé samband lýðræðisríkja má sambandið þola vaxandi gagnrýni fyrir að vera sjálft ekki nógu lýðræðislegt. Talað er um að sambandið þjáist af verulegum lýðræðishalla og almennir kjósendur hafi sáralítil áhrif á stefnu þess.

Kjarni lýðræðisins er sá að kjósendur hafi síðasta orðið um stjórnun og lög ríkisins. Kjósendur taki þátt í kosningum, kjósi nýjan meirihluta sem myndar nýja ríkisstjórn og semur ný lög. Þennan kjarna lýðræðisins virðist vanta í stjórnun og lagasetningu Evrópusambandsins. Lesa áfram „Verður lýðræði í pakkanum?“

Gerum kavíar úr laxahrognum

Laxalúxus Það er mikil sóun að henda hrognum úr nýveiddum laxi en það gera samt flestir sem ég þekki. Það er eins og menn átti sig ekki á því hvaða verðmæti þeir hafa í höndunum. Kavíar úr villtum laxi er alger lúxus og selst á 7.500 kr. kílóið.

Þegar líður á seinni hluta veiðitímabilsins eru hrognin farin að stækka og þá er um að gera að nýta þau í kavíar.

Lesa áfram „Gerum kavíar úr laxahrognum“

Lýðræði er tækifæri

Sagt er að öll vandamál feli í sér tækifæri

Þau vandamál sem þjóðin glímir við um þessar mundir eru ekki bara í stærra laginu, þau eru risavaxin. En þeim fylgja líka margvísleg tækifæri. Við þurfum bara að vera með augun opin til sjá þau og hafa kjark til að grípa þau.

Þótt fæstir hafi séð hrunið fyrir, virðast flestir skilja svona eftirá séð hvað fór úrskeiðis, hver mistökin voru og hvernig hefði mátt afstýra því öllu: Bankarnir fengu að vaxa allt of mikið, eftirliti með fjármálafyrirtækjum var ábótavant, regluverkið gallað og svo framvegis og svo framvegis. Lesa áfram „Lýðræði er tækifæri“

Ríkisstjórnin er gagnslaus og á að víkja

Pistill birtist 18. október 2009 á AMX Fréttamiðstöð: http://www.amx.is/pistlar/10590/

Ríkisstjórn Íslands hefur klúðrað þessu Icesave máli fullkomlega og á að víkja. Ef hún þráast við að horfast í augu við þann kost er það skylda hvers þingmanns að fella tillögurnar.

Það þarf nýja ríkisstjórn til að leysa úr deilunni við Breta og Hollendinga. Það ætti að vera hægt enda eru engin lög sem segja að Íslendingar eigi einir að bæta tjón af falli einkabanka sem starfar samkvæmt Evrópskum lögum. Ríkisstjórn Jóhönnu lét aldrei reyna á rétt okkar af ótta við að spilla fyrir umsókn Íslands í ESB. Lesa áfram „Ríkisstjórnin er gagnslaus og á að víkja“

Ríkisstjórnin er gagnslaus og á að víkja núna

rikisstjorn2009Ríkisstjórn Íslands hefur klúðrað þessu Icesave máli fullkomlega og á að víkja. Ef hún þráast við að horfast í augu við þann kost er það skylda hvers þingmanns að fella tillögurnar.

Það þarf nýja ríkisstjórn til að leysa úr deilunni við Breta og Hollendinga. Það ætti að vera hægt enda eru engin lög sem segja að Íslendingar eigi einir að bæta tjón af falli einkabanka sem starfar samkvæmt Evrópskum lögum.  Ríkisstjórn Jóhönnu lét aldrei reyna á rétt okkar af ótta við að spilla fyrir umsókn Íslands í ESB. Lesa áfram „Ríkisstjórnin er gagnslaus og á að víkja núna“

Þurfum við virkilega meiri steinsteypu núna?

surgery_468x399Niðurskurður í heilbrigðiskerfinu er nú í fullum gangi. Lokanir á skurðstofum og uppsagnir eru daglegt brauð. Fall krónunnar bætir gráu ofan a  svart, því laun starfsfólks í heilbrigðisstéttum á Íslandi eru nú orðin ósamkeppnisfær við það sem býðst á norðurlöndunum. Hættan á landflótta í heilbrigðisstétt magnast. Hvað er til ráða?

Lesa áfram „Þurfum við virkilega meiri steinsteypu núna?“

Greinin sem Morgunblaðið birti ekki

eustarsatseaMeðfylgjandi er grein sem ég sendi Morgunblaðinu nokkrum dögum áður en alþingi greiddi atkvæði um umsókn inn í Evrópusambandið. Greinin var af einhverjum ástæðum aldrei birt sem var auðvitað mjög leitt.  Hér kemur greinin í heild sinni.

Ríkisstjórnarflokkarnir hafa gert tillögu um að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu en aðildarviðræður geta ekki hafist án þess að slík umsókn sé lögð fram áður. Þegar taka skal ákvörðun af slíkri stærðargráðu hlýtur það að teljast lágmarkskrafa að allur undirbúningur sé sérstaklega vandaður og sem breiðust samstaða um málið.
Asi og óeining
Tillaga stjórnarflokkana ber þess hinsvegar merki að vera unnin í flýti og í beinni andstöðu við stóran hluta þingheims og líklega meirihluta landsmanna, Lesa áfram „Greinin sem Morgunblaðið birti ekki“