Um ástæður sóttvarnalæknis fyrir bólusetningu barna

https://www.covid.is/fra-sottvarnalaekni

Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að börnum á aldrinum 5-11 ára verði boðin bólusetning við Covid-19. Ástæður sínar fyrir bólusetningu barna setur hann fram í sex liðum í færslu á vefnum Covid.is[1]

Sumt í þessum ástæðum er rangt en annað orkar tvímælis eins og hér verður rakið.

Lesa áfram „Um ástæður sóttvarnalæknis fyrir bólusetningu barna“

Hvernig stöðvuðu Indverjar stóru bylgjuna?

Um mánaðarmótin apríl-maí flutti RÚV átakanlegar fréttir frá Indlandi. Neyðarástand ríkti vegna faraldursins, sjúkrahús og útfararstofur höfðu ekki undan. Þann 10. maí greindust 400 þúsund smit á einum degi.

Indverjum tókst samt með markvissum aðgerðum að ná tökum á faraldrinum og eftir mánuð hafði smittíðni lækkað um 75%. Mánuði síðar greindust 40 þúsund smit á dag, fækkun um 90%. Síðan hefur smitum haldið áfram að fækka jafnt og þétt í Indlandi og greinast nú færri en 10 smit á hverja milljón íbúa.[1] 

Lesa áfram „Hvernig stöðvuðu Indverjar stóru bylgjuna?“

Eru sólböð núna orðin holl?

Það virðist útbreidd skoðun að sólböð séu ekki sérlega nauðsynleg heilsunni og flestir virðast telja óráðlegt að fara í sólbað þegar sól er hæst á lofti. Rannsóknir benda hins vegar til þess að sólböð séu ekki bara holl heldur veiti þau vörn gegn mörgum lífshættulegum sjúkdómum. Þeir sem fái næga sól séu þannig allt að helmingi ólíklegri en aðrir til að fá brjóstakrabbamein, ristilkrabbamein, blöðruhálskrabba, eitilfrumukrabba og krabbamein í þvagblöðru. Lesa áfram „Eru sólböð núna orðin holl?“