ESB semur við Noreg um ofveiði á makríl

Í gærkvöldi bárust þær upplýsingar að ESB, Noregur og Færeyjar hafi gert samkomulag um magn og skiptingu makrílafla án þáttöku Íslands. Umsamið aflamagn er langt umfram veiðiráðgjöf. Íslendingar vildu ekki taka þátt í samkomulagi sem byggði á veiði langt umfram ráðgjöf vísindamanna og það er gott.

Hingað til hefur makríll ekki verið á lista yfir fiskistofna sem eru ofveiddir. Neytendur verða sífellt meðvitaðri um umhverfismál og hvaða áhrif innkaup þeirra geta haft á fiskistofna. Þessi samningur um ofveiði gæti því dregið úr eftirspurn eftir makríl um leið og hann stóreykur framboðið. Afleiðingin gæti orðið verðhrun á makríl.

Ísland stundar ekki ofveiði en ESB ofveiðir 80% af sínum fiskistofnum og 30% fiskistofna ESB eru að hruni komnir. Þá staðreynd þarf að kynna á okkar helstu mörkuðum svo þeir neytendur sem kjósa sjálfbærar vörur geti tekið upplýstar ákvarðanir.

Hefði ekki verið betra að spyrja leyfis?

Hér er andsvar mitt við ræðu Valgerðar Bjarnadóttur í umræðum um skýrslu utanríkisráðherra um aðildarviðræður við Evrópusambandið.

Virðulegur forseti,
Við ræðum hér skýrslu utanríkisráðherra um aðildarviðræður við ESB.
Ég vil spyrja háttvirtan þingmann Valgerði Bjarnadóttur hvað henni finnist um þær upplýsingar sem fram koma í skýrslunni um umsóknarferlið og aðferðafræði þess.

Þingræða um ESB skýrslu Hagfræðistofnunar

Ræða sem ég flutti í Alþingi 20. febrúar um ESB skýrslu Hagfræðistofnunar.

Virðulegi Forseti,

Við ræðum skýrslu utanríkisráðherra um stöðu aðildarferlisins og horfur í Evrópusambandinu.

Þær upplýsingar sem fram koma í skýrslunni styðja þá skoðun mína að forsendur aðildarumsóknarinnar séu brostnar og Evrópusambandið sé alls ekki sú lausn á vandamálum Íslands sem haldið var fram. Lesa áfram „Þingræða um ESB skýrslu Hagfræðistofnunar“

Erindi til Innanríkisráðuneytis vegna kynningarátaks ESB á Íslandi

innanrikisraduneytidEftirfarandi erindi var sent Innanríkisráðuneytinu 4. mars sl. Ráðuneytið hefur staðfest viðtöku og ráðherrann sagt í fjölmiðlum að erindið sé komið í vinnslu.

Hr. Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra

Sölvhólsgötu 7

150 Reykjavík

Erindi: Er kynningarstarf Evrópusambandsins á Íslandi lögbrot?

Evrópusambandið fjármagnar Evrópustofu sem tók til starfa 21. janúar á þessu ári og hefur það markmið að “stuðla að aukinni umræðu, þekkingu og skilningi á eðli og starfsemi ESB.” Evrópusambandið leggur Evrópustofu til 1,4 milljónir evra á tveim árum. Evrópustofa gefur út kynningarefni í bæklingum og öðru formi til dreifingar. Evrópustofa hefur staðið að fjölda kynningarfunda víða um landið. Meðal framsögumanna er sendiherra ESB, (t.d. á opnun fundi um ESB á Akureyri 29. febrúar sl.) Lesa áfram „Erindi til Innanríkisráðuneytis vegna kynningarátaks ESB á Íslandi“

Hvers vegna þarf að fegra ESB?

vissirthu Já Ísland, vettvangur evrópusinna, birti heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu 19. nóvember. Fyrirsögnin er “Vissir þú?” og svo eru settar fram ýmsar upplýsingar sem eiga að sannfæra lesandann um ágæti þess að ganga í ESB. En er hægt að treysta þessum upplýsingum? Skoðum það.

“Að 2,5% Íslendinga skrifuðu undir áskorun um að draga umsóknina um aðild að Evrópusambandinu til baka, sem staðið hefur yfir síðan í byrjun september.”
>Nú hafa hátt í 9.000 skrifað undir áskorun www.skynsemi.is  Sá fjöldi myndi duga til að fylla Austurvöll og daglega bætast fleiri í hópinn þótt lítið sé auglýst. Aðildarsinnar láta hér í veðri vaka að 97.5% þjóðarinnar hafi ekki hug á því að skrifa undir áskorunina.

Lissabon sáttmálinn fegraður í þýðingu

560145Lissabon sáttmálinn hefur verið þýddur á Íslensku. Sáttmálinn lýsir réttindum og skyldum aðildarríkja í smáatriðum. Þess vegna er mikilvægt að þýðingin sé vönduð og nákvæm en því miður virðist það markmið ekki hafa náðst. Hér eru nokkur dæmi:

2. KAFLI, SÉRTÆK ÁKVÆÐI UM SAMEIGINLEGA STEFNU Í UTANRÍKIS- OG ÖRYGGISMÁLUM, 1. ÞÁTTUR ALMENN ÁKVÆÐI, 24. gr :

“Þau skulu forðast að gera nokkuð það sem vinnur gegn hagsmunum Sambandsins eða kynni að skaða áhrif þess sem afls í þágu samheldni í alþjóðasamskiptum.”

„They shall refrain from any action which is contrary to the interests of the Union or likely to impair its effectiveness as a cohesive force in international relations.“

Þetta er rangt þýtt því „Cohesive force in international relations“ þýðir “samheldið afl í alþjóðasamskiptum”, en alls ekki “afl í þágu samheldni í alþjóðasamskiptum”. Lesa áfram „Lissabon sáttmálinn fegraður í þýðingu“