Er sjálfakandi rafbíll handan við hornið?

Getur það verið rétt að árið 2030, eftir aðeins 13 ár, verði sjálfakandi rafbílar nær einu farartækin á götum Reykjavíkur? Samkvæmt niðurstöðum skýrslu frá RethinkX sem fjallar um framtíðarhorfur í samgöngum er það talið líklegt. RethinkX færa rök fyrir því að þróun sjálfakandi rafbíla verði mjög hröð og framundan sé alger bylting í bílaiðnaði. Þeir vara einnig við því að opinberir aðilar sem ekki fylgjast nægilega vel með þessari þróun eigi á hættu að fjárfesta í úreltri og óhagkvæmri samgöngutækni. Lesa áfram „Er sjálfakandi rafbíll handan við hornið?“

Eru sólböð núna orðin holl?

Það virðist útbreidd skoðun að sólböð séu ekki sérlega nauðsynleg heilsunni og flestir virðast telja óráðlegt að fara í sólbað þegar sól er hæst á lofti. Rannsóknir benda hins vegar til þess að sólböð séu ekki bara holl heldur veiti þau vörn gegn mörgum lífshættulegum sjúkdómum. Þeir sem fái næga sól séu þannig allt að helmingi ólíklegri en aðrir til að fá brjóstakrabbamein, ristilkrabbamein, blöðruhálskrabba, eitilfrumukrabba og krabbamein í þvagblöðru. Lesa áfram „Eru sólböð núna orðin holl?“