Ísland og Innviðafjárfestingabanki Asíu

signingceremonyMeð fjáraukalögum 2015 fékk fjármálaráðuneytið heimild til að skuldbinda ríkissjóð um 2,3 milljarða (USD 17.6 milljónir) vegna kaupa á hlut í Innviðafjárfestingabanka Asíu (IFBA). Í þingræðu um fjáraukalög mælti ég eindregið gegn þessari ráðstöfun enda er ávinningur af henni mjög óviss en auk fjárframlagsins krefjast samþykktir bankans þess að IFBA og starfsmenn fái sérstök fríðindi og undanþágur frá lögum og eftirliti. Vandséð er að veita megi slíkar undanþágur án sérstakrar heimildar Alþingis og slík heimild hefur ekki enn verið veitt. Þrátt fyrir heimildarleysi er Ísland í hópi 50 ríkja sem undirrituðu samþykktir IFBA í júní 2015. Lesa áfram „Ísland og Innviðafjárfestingabanki Asíu“

Fjárlög 2016: Hvernig má spara 20 milljarða án þess að draga úr þjónustu

frostitalarÍ ræðu minni um fjárlög 2016 stakk ég upp á nokkrum sparnaðarleiðum sem samanlagt gætu skilað 20-30 milljörðum. Slík fjárhæð myndi duga til að stórbæta lífskjör aldraðra og öryrkja, tryggja Landsspítalanum aukið fé og auk þess lækka skuldir ríkisins. En hvernig er þetta hægt? Það er inntak ræðunnar sem fylgir hér óbreytt: Lesa áfram „Fjárlög 2016: Hvernig má spara 20 milljarða án þess að draga úr þjónustu“