Undanþága minni fjármálafyrirtækja frá bankaskatti

Skuldafrímark bankaskatts að fjárhæð 50 milljarðar hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum og einkum hvernig sú tala hafi verið fundin. Á morgun verður fundur í efnahags- og viðskiptanefnd til að fara yfir málið.

Aðdragandi skuldafrímarksins er þannig að umsagnir um frumvarp um breytingar á bankaskatti vöruðu við því að hækkun skatthlutfallsins myndi koma þungt niður á minni fjármálafyrirtækjum. Bent var á að við því mætti bregðast með frískuldamarki. Lesa áfram „Undanþága minni fjármálafyrirtækja frá bankaskatti“

Andríki á villigötum

Glúmur Björnsson ritar pistil á andriki.is föstudag 10. janúar þar sem hann ýjar að því að frískuldamark bankaskatts hafi verið sérhannað til að hlífa MP banka við skattinum. Glúmur lætur að því liggja að Sigurður Hannesson, formaður skuldaleiðréttingarhópsins og starfsmaður MP banka, hafi komið skuldafrímarkinu á til að hlífa MP banka. Glúmur vegur ekki síður að heiðri efnahags- og viðskiptanefndar, segir nefndina hafi stokkið til á síðustu starfsdögum þingsins fyrir jól og laumað skattfrelsi fyrir suma inn í frumvarpið. Þetta er rangt hjá Glúmi.

Lesa áfram „Andríki á villigötum“