Ætti að selja Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins til lífeyrissjóða?

NýsköpunarssjóðurNýsköpunarsjóður atvinnulífsins er í eigu ríkisins. Hlutverk hans er að stuðla að uppbyggingu og vexti íslensks atvinnulífs með því að taka þátt í fjárfestingum í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum. Sjóðurinn hefur frá stofnun komið að fjármögnun fjölmargra efnilegra fyrirtækja og þannig verið í lykilhlutverki í eflingu nýsköpunar á Íslandi. Nú eru 34 fyrirtæki og 3 sjóðir í eignasafni sjóðsins.  Lesa áfram „Ætti að selja Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins til lífeyrissjóða?“

Íslendingar hjálpa Þjóðverjum við heimilisbókhaldið

Meniga logoEfnahagsáfallið var mikið áfall fyrir sjálfstraust þjóðarinnar. Fáir hefðu trúað því að skömmu eftir hrun myndu hinir ráðdeildarsömu Þjóðverjar leita lausna hér á landi. Þýskir bankar töpuðu óhemju miklum fjármunum í hruninu en það stoppaði þó ekki þýska bankann ComDirect í því að nýta sér lausn íslensks hugbúnaðarfyrirtækis. Ísland fyrir hrun hefði varla talist Mekka ráðdeildar og hagsýni. En nú örfáum árum síðar velja hinir mjög svo sparsömu Þjóðverjar íslenskan hugbúnað til að færa sitt rómaða heimilisbókhald inn í nútímann. Lesa áfram „Íslendingar hjálpa Þjóðverjum við heimilisbókhaldið“

Ekki-frétt dagsins

Í aðdraganda kosninga fékk ég stundum þá spurningu hvort þeir sem hefðu þegar fengið leiðréttingar af einhverju tagi, ættu einnig kost á þeirri almennu leiðréttingu sem Framsóknarflokkurinn boðaði. Í dag spurði háttvirtur Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar sömu spurningar varðandi þá leiðréttingu sem ríkisstjórnin boðaði. Lesa áfram „Ekki-frétt dagsins“

Samskiptamáti í þingsal – Þörf á bragarbót

Traust til alþingis er sáralítið. Samkvæmt viðhorfskönnun Félagsvísindastofnunar Háskólans í Maí 2013 bera aðeins 14% svarenda traust til Alþingis. Meirihluti þátttakenda sem báru ekki traust til Alþingis, sögðu vantraustið beinast að samskiptamáta þingmanna. Svarendur segja að umræða á þingi sé ómálefnaleg, þingmenn sýni hver öðrum dónaskap. Þeir stundi karp, skítkast, séu í sandkassaleik, dónalegir, noti ljótt orðbragð, rífist um hver gerði hvað, þingmenn kenni öðrum um og upphefji sjálfa sig. Á öðrum vinnustöðum myndi þvílík framkoma ekki líðast. Lesa áfram „Samskiptamáti í þingsal – Þörf á bragarbót“