Losun hafta: Þrotabú bankanna greiði alfarið í ISK

peningabuntEkki er ljóst hvort þrotabú gömlu bankanna greiða kröfuhöfum út í blöndu af gjaldmiðlum og krónum, eða eingöngu krónum. Greiði þrotabúin alfarið út í krónum gefur það Seðlabanka einstakt tækifæri til að leysa gjaldeyrishöftin, um leið og dregið er úr hættu á því að kröfuhöfum þrotabúa verði mismunað.

Slitastjórnum þrotabúa ber samkvæmt lögum að gera upp allar kröfur í íslenskum krónum. Venjulega fara greiðslur einnig út í krónum, enda dregur það úr líkum á mismunun á milli kröfuhafa vegna gengisbreytinga sem orðið geta á útgreiðslutímabilinu. Þetta skiptir máli því kröfuhöfum verður ekki greitt út á sama tíma. Við þetta bætist að íslenskir kröfuhafar eru skilaskyldir á gjaldeyri en ekki erlendir sem eykur á mismunun verði greitt út í gjaldmiðlum. Lesa áfram „Losun hafta: Þrotabú bankanna greiði alfarið í ISK“

Hugmynd að nýjum skyndibita

Frosti Sigurjónsson segir það oftast koma í hans hlut að grilla fyrir fjölskylduna.
Viðtal birtist í Finnur.is
Frosti Sigurjónsson athafnamaður styður við nýsköpun á sviði tækni, hefur óbilandi áhuga á landsmálum og kann að meta makríl.

Við Sindri sonur minn kunnum báðir að meta makríl og höfum oft veitt hann og matreitt,“ segir Frosti Sigurjónsson. „Síðastliðið haust stefndi allt í að sá holli og góði fiskur yrði ófáanlegur í verslunum. Við ákváðum þá að útvega frosinn makríl í búðirnar í vetur og neytendur hafa tekið þessari nýjung vel. Lesa áfram „Hugmynd að nýjum skyndibita“