Hvað er ADVICE?

Frosti í viðtali hjá INN þann 26. mars 2011.

Umræðuþáttur á ÍNN þar sem Hallur Hallsson frá Samstöðu þjóðar gegn Icesave ræðir við Frosta Sigurjónsson og Jón Helga Egilsson frá ADVICE.IS

Átta lögmönnum svarað

Frosti Sigurjónsson skrifar um Icesave fyrir hönd ADVICE-hópsins á visir.is þann 23. mars 2011.

Átta hæstaréttarlögmenn skrifa undir grein sem birt var í Fréttablaðinu 17. mars undir fyrirsögninni „Dýrkeyptur glannaskapur“. Greinarhöfundar segjast ætla að segja já við Icesave en færa fyrir því ýmis rök sem ekki virðast standast nánari skoðun:

„Með þeim samningum sem þverpólitísk samninganefnd náði og aukinn meirihluti Alþingis studdi er bæði áhætta Íslands og kostnaður lágmarkaður.“

Vafasamt er að fullyrða að áhætta sé lágmörkuð með samningi sem skuldbindur okkur í erlendum gjaldmiðli ef lög leyfa að annars mætti greiða kröfuna í krónum. Ólíkt kröfum í erlendri mynt geta kröfur í krónum ekki leitt til greiðslufalls ríkisins. Einnig hefur verið bent á að gríðarleg áhætta felst í óvissum endurheimtum úr þrotabúi Landsbankans og gengissveiflum. Lesa áfram „Átta lögmönnum svarað“

Icesave – Lagalegar afleiðingar synjunar

Frosti Sigurjónsson skrifar fyrir hönd ADVICE-hópsins á visir.is þann 21. mars 2011.

Margrét Einarsdóttir forstöðumaður Evrópuréttarstofnunar HR og LL.M í Evrópurétti fjallar um lagalegar afleiðingar synjunar í samnefndri grein í Fréttablaðinu 17. mars sl. Margrét dregur þar upp afar dökka mynd sem virðist á misskilningi byggð.

Margrét ,,hallast“ að því að EFTA dómstóllinn muni dæma ríkið brotlegt við EES samninginn, fyrir ,,óbeina mismunun á grundvelli þjóðernis“ og einnig fyrir að „hafa ekki komið á fót innstæðutryggingakerfi hér á landi sem virkaði“. Lesa áfram „Icesave – Lagalegar afleiðingar synjunar“

Allt misskilningur hjá Moody’s ?

Moodys-Logo Þegar fyrir lá að Icesave samningurinn yrði settur í þjóðaratkvæðagreiðslu, tók matsfyrirtækið Moody’s upp á því að senda frá sér álit um að lánshæfismat Íslands myndi versna ef landsmenn myndu fella Icesave samkomulagið.

Tímasetningin álitsins er grunsamleg en niðurstaðan undarlegri. Það stenst ekki að ríki sem tekur á sig auknar fjárhagsbyrðar teljist þar með betri lántakandi. Lesa áfram „Allt misskilningur hjá Moody’s ?“